Fækkun ferðamanna í apríl
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum og er um að ræða 17% fækkun frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyjafjallajökli hefur haft sín áhrif, en framan af mánuði eða á tímabilinu 1.-13.apríl var 13,5% fjölgun í brottförum en á tímabilinu 14.-31. apríl nam fækkunin 40,7%. Að viðbættum 1000 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll nemur fækkunin 34,3%.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fækkun frá öllum mörkuðum, mest frá Norðurlöndunum eða 26,7%. N-Ameríkönum fækkaði um 17%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu um 14%, Bretum um 9% og gestum frá öðrum mörkuðum um ríflega 9%.
Frá áramótum hafa 88 þúsund erlendir gestir farið frá landinu sem er 1,8 prósenta fækkun frá árinu áður. Ríflega fjórðungur (25,7%) gesta er frá Norðurlöndunum, fjórðungur frá Bretlandi, 18,7% frá Mið- og S-Evrópu, 11,7% frá N-Ameríku og 18,8% frá öðrum markaðssvæðum.
Um fimmtungsfækkun var í brottförum Íslendinga um Leifsstöð í apríl, voru 19.100 í apríl 2010 en 24.600 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 2,5% í samanburði við sama tímabil á fyrra ári.
Nánari skiptingu gesta um Leifsstöð eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.
Apríl eftir þjóðernum | Janúar-apríl eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | 2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 2.105 | 2.117 | 12 | 0,6 | Bandaríkin | 8.940 | 9.325 | 385 | 4,3 | |
Bretland | 5.794 | 5.286 | -508 | -8,8 | Bretland | 19.737 | 22.065 | 2.328 | 11,8 | |
Danmörk | 3.053 | 1.971 | -1.082 | -35,4 | Danmörk | 9.308 | 6.871 | -2.437 | -26,2 | |
Finnland | 644 | 926 | 282 | 43,8 | Finnland | 1.703 | 1.999 | 296 | 17,4 | |
Frakkland | 1.382 | 1.141 | -241 | -17,4 | Frakkland | 4.184 | 4.422 | 238 | 5,7 | |
Holland | 1.020 | 821 | -199 | -19,5 | Holland | 3.417 | 3.512 | 95 | 2,8 | |
Ítalía | 290 | 211 | -79 | -27,2 | Ítalía | 900 | 903 | 3 | 0,3 | |
Japan | 282 | 258 | -24 | -8,5 | Japan | 2.514 | 2.452 | -62 | -2,5 | |
Kanada | 640 | 234 | -406 | -63,4 | Kanada | 1.177 | 972 | -205 |
|