Farþegar um Keflavíkurflugvöll í ágúst
Tæplega 246 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í ágústmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 6,2% færri farþegar en í ágúst 2008.
Frá áramótum hafa rúmlega 1,2 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,5 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 19,4% fækkun, líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Þannig er fækkunin í ágúst mun minni en verið hefur aðra mánuði ársins. Þá má líkt og verið hefur búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir ágúst en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.
Ágúst 09. |
YTD |
Ágúst.08. |
YTD |
Mán. % breyting |
YTD % Breyting | |
Héðan: | 112.582 | 516.890 |
120.021 |
653.988 |
-6,20% |
-20,96% |
Hingað: | 100.434 | 525.604 |
115.906 |
664.460 |
-13,35% |
-20,90% |
Áfram: | 2.254 | 33.526 |
1.970 |
21.989 |
14,42% |
52,47% |
Skipti. | 30.521 | 128.298 |
33.604 |
153.825 |
-9,17% |
-16,59% |
245.791 | 1.204.318 | 271.501 | 1.494.262 |
-9,47% |
-19,40% |