Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í október

Flugstöð
Flugstöð

Tæplega 127 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 11% færri farþegar en í október 2008.

Frá áramótum hafa tæplega 1,5 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir 1,8 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 18,6% fækkun, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir október og verða þær birtar eftir helgina. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.

  Okt.09. YTD Okt.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan:

53,61

632,855

59,571

790,725

-10.01%

-19.97%

Hingað:

52,978

633,498

61,479

797,407

-13.83%

-20.56%

Áfram:

3,225

40,878

5,397

32,013

-40.24%

27.69%

Skipti.

17,058

165,278

16,105

188,755

5.92%

-12.44%

 

126,871

1,472,509

142,552

1,808,900

-11.00%

-18.60%