Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í september

Flugstöð
Flugstöð

Rúmlega 141 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í septembermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 17,9% færri farþegar en í september 2008.

Frá áramótum hafa rúmlega 1,3 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,7 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 19,3% fækkun, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir september og verða þær birtar eftir helgina. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.

 

Sept. 09.

YTD

Sept.08.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan: 62.355 579.245

77.166

731.154

-19,19%

-20,78%
Hingað: 54.916 580.520

71.468

735.928

-23,16%

-21,12%
Áfram: 4.127 37.653

4.627

26.616

-10,81%

41,47%
Skipti. 19.922 148.220

18.825

172.650

5,83%

-14,15%
  141.320 1.345.638 172.086 1.666.348

-17,88%

-19,25%