Fara í efni

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Flugstöð
Flugstöð

Í október síðastliðnum fóru rúmlega 170 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 148 þúsund í október í fyrra. Fjölgunin nemur 15%.

Fjölgunin í október er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 10,66%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

  Okt.06. YTD Okt.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting

Héðan:

71.740

760.160

60.617

662.689

18,35%

14,71%

Hingað:

72.202

756.743

62.199

661.392

16,08%

14,42%

Áfram:

2.900

28.205

1.660

12.287

74,70%

129,55%

Skipti.

23.181

224.058

23.257

262.359

-0,33%

-14,60%

 

170.023

1.769.166

147.733

1.598.727

15,09%

10,66%