Fara í efni

Ferðafélag Íslands fær undanþágu frá lögum um skipan ferðamála

Lógó-ferðamálastofa
Lógó-ferðamálastofa

Þann 2. mars 2007 kvað samgönguráðuneytið upp þann úrskurð að Ferðmálastofa skuli veita Ferðafélagi Íslands undanþágu frá 8. mgr. 8. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Þar með var felld úr gildi ákvörðun Ferðamálastofu frá 27. október 2006 þar sem hafnað er beiðni Ferðafélags Íslands um undanþágu.

Úrskurðurinn, sem er nr. 2/2007, verður birtur í heild sinni á vef samgönguráðuneytisins.