Fara í efni

Ferðamál fá aukið vægi í nýrri framkvæmdastjórn ESB

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni þá framkvæmdastjóra sem tilnefndir hafa verið til næstu fimm ára til að stýra málefnum sambandsins. Í fyrsta sinn í sögu ESB eru ferðamál tilgreint sérstaklega sem verkefni eins af framkvæmdastjórunum tuttugu og sex.

Meðal aðila sem fagnað hafa þessu skrefi er Ferðamálaráð Evrópu – ETC, þar sem Ísland á aðild. „Þetta er tímamót þar sem lykilhlutverk ferðaþjónustunnar er loksins viðurkennt á vettvangi ESB,“ segir í færslu ETC á samfélagsmiðlum. Það verður Apostolos Tzitzikostas frá Grikklandi sem stýra mun málefnum sjálfbærra samgangna og ferðaþjónustu, gangi skipan hans eftir.