Fara í efni

Ferðamál í nýjum stjórnarsáttmála

LogoFMR33
LogoFMR33

Eins og vart hefur farið framhjá landsmönnum tekur ný ríksisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum í dag. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í báðum flokkum í gær og tilkynnt um ráðherra. Sturla Böðvarsson verður áfram samgönuráðherra og þar með ráðherra ferðamála. Athygli vekur að í þeim kafla stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem fjallar um ferðamál er Ferðamálaráðs sérstaklega getið. Orðrétt segir að markmið flokkanna hvað varðar ferðamál séu: "Að nýta sóknarfæri ferðaþjónustunnar eins og kostur er. Greininni verði sköpuð sambærileg rekstrarskilyrði og í samkeppnislöndunum. Ferðamálaráð vinni náið með aðilum í greininni að markaðsstarfi og framþróun með það að markmiði að þjónusta við ferðamenn verði heilsársatvinnugrein og skapi þannig fleiri örugg og vel launuð störf."