Fara í efni

Ferðamál og félagsvísindi - Hagnýting í dreifðum byggðum

Akureyri
Akureyri
Dagana 8. og 9. maí 2009 voru haldnir fjórir vinnufundir um ferðaþjónustu í samvinnu við árlega ráðstefnu Háskólans á Akureyri um þjóðfélagsfræði, mannfræðistofnun Háskóla Íslands og Akureyrabæ. Frumkvæði fundanna kom frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri, en á ferðamálaþingi í nóvember 2008 kallaði hún eftir fundi sem þessum og er þetta fyrsta skref í þá átt. Fundirnir voru haldnir við Háskólann á Akureyri, Sólborg. Þeir fóru þannig fram að fyrst voru ein eða fleiri stuttar framsögur, en síðan leiddi stjórnandi umræðu fundarmanna um þau ólíku þemu sem skilgreind voru (sjá að neðan), samhliða voru málefni sem fundarmenn bentu á  kortlögð og búin til tengslamynd.
 
Er tengslamyndin þannig afrakstur hugarflugs og nýtist sem fyrsta skref í átt að ítarlegri kortlagningu þeirra málefna sem til umræðu voru. Á myndunum ætti þannig að vera nokkuð tæmandi listi þeirra atriða er málefnið varða og hvernig þau tengjast. 
 
Þemu fundanna eru talin hér að neðan en í sviga aftan við þau má smella á textann til að fá .pdf af afrakstri fundanna:
 
Frá hugmynd að árangri /Auðlindir ferðaþjónustu ? menning og náttúra
 
Skemmtiskipakomur
 
Millilandaflug til Akureyrar ? hvað þarf? / Sjálfbærni og ferðaþjónusta
 
Jaðaríþróttir og ferðaþjónusta /Árangurssögur af Norðurslóðum