Fara í efni

Ferðamál ráðgjafarstofa tíu ára

Ferðamál ráðgjafarstofa tíu ára

Ferðamál ráðgjafarstofa er meðal fyrirtækja sem veitir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum ráðgjöf í markaðs- og kynningarmálum en fyrirtækið hefur starfað frá árinu 2004 og fagnar því tíu ára afmæli um þessar mundir.

Að fyrirtækinu stendur Erling Elís Erlingsson, ferðamálafræðingur og markaðsráðgjafi til 30 ára. Í tilkynningu kemur fram að þjónustan taki mið af þörfum viðskiptavinanna en áherslan sé lögð á náið samstarf við lausn verkefna sem eru stór og smá eftir atvikum. Fyrirtækið taki að sér flest það sem tengist markaðs- og kynningarmálum almennt, bæði á innanlandsmarkaði og hjá þeim sem höfða meira til erlendu gestanna.

„Þótt nútíma markaðsstarf ferðaþjónustunnar fari að stórum hluta fram á netinu, er og verður alltaf nauðsynlegt að skipuleggja markaðsstarfið með huglægum og hlutlægum markmiðum til uppfylla þarfir kynslóðanna á hverjum tíma. Við þurfum að aðlagast tíðarandanum og vera með á nótunum, því samkeppnin um kaupandann hefur aldrei verið meiri. Markaðsstarfið þarf hvorki að vera flókið né kostnaðarsamt, en oft kemur sér vel að njóta leiðsagnar utanaðkomandi aðila sem hefur umsjón og annast verkstjórn til að hámarka árangurinn. Gott og frambærilegt markaðsstarf er umfram allt skapandi vinna sem ferðaþjónustan þarf að nýta sér betur enda verið að selja upplifun og tilfinningar,“ segir í tilkynningunni.

Ferðamál aðstoðar einnig við umsóknir og innleiðingu gæða- og umhverfiskerfa VAKANS og Norræna umhverfismerkisins.

www.ferdamal.is