Ferðamálaþing 2014 haldið í Hörpu 29. október
23.09.2014
Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 29. október. Megináhersla þetta árið verður á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.
Ferðamálastofa gengst árlega fyrir Ferðamálaþingi en metþátttaka var á Ferðamálaþingi 2013 sem þá var haldið á Selfossi.
Verið er að vinna að dagskrá þingsins sem send verður út innan tíðar en vert er að taka daginn strax frá.