Fara í efni

Ferðamálaþing 2016 - dagskrá

Harpa

Árlegt Ferðamálaþing verður eins og fram hefur komið haldið 30. nóvember 2016 eftir hádegi í Hörpunni í Reykjavík. Yfirskriftin er "Ferðaþjónusta - afl breytinga". Dagskráin liggur nú fyrir og um að gera að skrá sig sem fyrst.

Fjölgun ferðamanna

Þingið er í umsjón Ferðamálastofu og hefst með ávarpi ráðherra ferðamála. Líkt og áður er leitast við að taka á þeim úrlausnarefnum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir á hverjum tíma og vart þarf að koma á óvart að nú um stundir er það einkum ör fjölgun ferðamanna og áhrif hennar á íslenskt samfélag sem hæst ber í umræðunni. Til að fjalla um þau mál eru kallaðir til bæði innendir og erlendir sérfræðingar, líkt og dagskráin ber með sér. Þá kemur góður gestur frá Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna, en stofnunin er einmitt 100 ára á þessu ári, og fjallar um samspil ferðaþjónustu og þjóðgarða.

Samfélagsleg áhrif

Segja má að þingið sé tvískipt en í síðari hluta þess stígur á stokk sveitarstjórnarfólk víða að og fjallar hvert um sig um staðhæfinguna. "Ferðaþjónustan er mikilvægt breytingaafl í mínu sveitarfélagi." Veður án efa að fróðlegt að heyra sjónarmiðin sem þar koma fram.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Áður en þinginu er slitið verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2016 afhent og í lokin er boðið upp á léttar veitingar.

Skráning

Þátttaka er án endurgjalds en nauðsynlegt að skrá sig og er frestur til 29. nóvember.

  • Skráning á Ferðamálaþing 2016 - skráningu er lokið

Sent út á netinu

Þingið verður sent út beint á Internetinu og til að tengjast útsendingu er farið á slóðina: 
https://global.gotomeeting.com/join/771261261

Fyrir þá sem hafa ekki áður tengst útsendingu í gegnum Gotomeeting er upplagt með góðum fyrirvara að prófa tenginguna sína á slóðinni: http://help.citrix.com/getready 

Dagskrá:

13:00 – 13:15 Ávarp ráðherra ferðamála.
   
13:15 – 13:40

Vöxtur ferðaþjónustunnar, séríslenskt fyrirbrigði sem kallar á séríslenskar lausnir, eða angi af alþjóðlegri þróun?
-Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

13:40 – 14:00 Samfélagsleg sátt um ferðaþjónustu: Saga til næsta bæjar?

-Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála (RMF)

14:00 – 14:45 What kind of future do we want for Iceland’s visitor economy ? How can we all benefit from Destination Management Planning (DMP)?

-Tom Buncle, framkvæmdarstjóri og ráðgjafi (Yellow Railroad, Skotlandi)

14:45 – 15:00 Kaffi
 
15:00 – 15:45 Conservation and Tourism in National Parks - Importance of Harmonization

-Donald Leadbetter, verkefnastjóri ferðamála hjá Bandarísku þjóðgarðastofnuninni (National Park Service)

15:45 – 16:35  Ferðaþjónustan er mikilvægt breytingaafl í mínu sveitarfélagi
   -Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
   -Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitafélagsins Árborgar
   -Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings
  -Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps
  -Sigrún Blöndal – bæjarfulltrúi Fljótsdalshéraði og fulltrúi Sambands Ísl. Sveitarf. í Stjórnstöð ferðamála
   
16:35
Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu  2016
   

17:00 – 18:00

Þinglok og léttar veitingar
   
  Ráðstefnustjóri er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Gray Line Iceland

  

Skráning á Ferðamálaþing 2016