Fara í efni

Ferðamenn aldrei fleiri á einu ári

Gullfoss
Gullfoss

-422 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað í fyrra

Rúmlega 422 þúsund erlendir gestir komu til landsins í fyrra og fjölgaði þeim um 48 þúsund á milli ára, eða sem nemur 12,9%. Þetta er mun meiri fjölgun en á árinu þar á undan, þegar fjölgunin nam rétt um 4%, og raunar ein mesta hlutfalslega fjölgun í komum erlendra gesta á milli ára frá upphafi.

Langflestir ferðamenn sem hingað koma fara um Keflavíkurflugvöll. Alls voru þeir 398.625 í fyrra, samanborið við 361.118 árið 2005, og nemur aukningin 10.4%. Með Norrænu komu 10.200 erlendir gestir á árinu 2006, sem er fjölgun um 26,3%. Með öðrum skipum og um aðra millilandaflugvelli en Keflavík er áætlað að 5.900 erlendir ferðamenn hafi komið. Alls gerir þetta 422.280 gesti sem fyrr segir. Þess má geta að gestir með skemmtiskipum eru ekki með í þessum tölum þar sem þeir gista ekki yfir nótt. Samkvæmt uppgjöri Cruise Iceland voru gestir skemmtiskipa um 55.000.

Erlendir gestir til Íslands 2005 og 2006

 

 

 

2005

2006

 

 

Leifsstöð

361.118

398.625

 

 

Seyðisfjörður (Norræna)

8.079

10.200

 

 

Egilsstaðir

1.430

7.555

 

 

Annað*

3.500

5.900

 

 

Alls

374.127

422.280

 

 

 

*Áætlaður gestafjöldi að hluta.

Skipting eftir þjóðerni
Um 94% ferðamanna sem hingað koma fara um Keflavíkurflugvöll og með talningum Ferðamálastofu má skoða skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Bretar voru fjölmennastir þeirra sem hingað komu á síðasta ári, 67.300 talsins, Bandaríkjamenn voru 55.800 og Þjóðverjar 38.500. Sé litið á skiptinguna eftir markaðssvæðum voru hins vegar gestir frá Norðurlöndunum fjölmennastir, 102.600, og þar með rétt um fjórðungur heildarfjöldans. Mest aukning er frá Bretlandi, Noregi og Danmörku.

Mikil fjölgun utan háannar
Mikil aukning hefur orðið í komum erlendra ferðamanna utan háannar. Þannig fjölgaði þeim sem fóru um Keflavíkurflugvöll um tæpan þriðjung, eða 32,35%, í nýliðnum desembermánuði. Eftir frekar litla aukningu á fyrsta ársfjórðungi var aukning ágæt á öðrum og þriðja ársfjórðungi og mjög mikil á þeim fjórða.

Ferðamenn og erlent vinnuafl
Nokkur umræða hefur orðið um umfang erlends vinnuafls í talningu Ferðamálastofu á þessu ári.  Skv athugnunum Ferðamálastofu má gera ráð fyrir að um 2% af heildinni, þ.e. af 422.280, séu einstaklingar sem eru að störfum á Íslandi og geti þannig ekki flokkast sem ferðamnenn. Eftir stendur að raunaukning ferðamanna milli ára væri 10% ef þessi hópur væri undanskilinn.

Í þessu sambandi er einnig rétt að geta þess að á hverjum tíma er eðlilega einhver hluti heimsókna til landsins atvinnutengdur og má t.d. benda á umsvif Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli sem hafa með árunum minnkað og sér þeirra nú ekki stað í fjölda Bandaríkjamanna til landsins.

Nánari skiptingu erlendra gesta má sjá í meðfylgjandi Excel-skjölum:

Gott ár framundan
Líkt og fram hefur komið sýna allar tölur að árið 2006 hafi verið langumfangsmesta ár í ferðaþjónustu á Íslandi frá upphafi og vísbendingar um aukna arðsemi og betri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja. Þá segist Magnús Oddsson ferðamálastjóri gera ráð fyrir, þegar litið er til ýmissa vísbendinga  sem nú liggja fyrir, að árið 2007 verði enn betra. "Nægir þar að nefna aukið framboð á stærstu markaðssvæðum okkar, verðlag í upphafi árs er samkeppnishæfara en á sama í fyrra  í kjölfar gengisþróunar og enn mun samkeppnisstaðan batna við lækkun virðisaukaskatts 1. mars á mat og gistingu, svo aðeins nokkur atriði af mörgum séu nefnd," segir Magnús.