Ferðamenn erlendis frá aldrei fleiri
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2011 var tæplega 566 þúsund og er um að ræða 15,8% aukningu frá 2010 en þá voru erlendir ferðamenn tæplega 489 þúsund talsins. Hafa ferðamenn aldrei verið fleiri á einu ári.
Langflestir erlendra ferðamanna eða 95,6% fóru um Keflavíkurflugvöll, 2,2% með Norrænu um Seyðisfjörð og 2,2% um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll. Vert er að taka fram að tölur fyrir aðra staði en Keflavíkurflugvöll byggja ekki á eiginlegum talninum heldur mati út frá sölu- og farþegatölum.
Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en tæplega 63 þúsund farþegar komu til Reykjavíkur með 67 skipum árið 2011, 10,6% færri en á árinu 2010 þegar þeir voru um 70 þúsund talsins. Um 95% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík.
Heildarfjöldi gesta
|
|
|
Breyting milli ára |
|
|
2010 |
2011 |
Fjöldi |
% |
Keflavík |
459.252 |
540.824 |
81.572 |
17,8 |
Seyðisfjörður |
15.336 |
12.505 |
-2.831 |
-18,5 |
Aðrir flugvellir |
14.034 |
12.282 |
-1.752 |
-12,5 |
Samtals |
488.622 |
565.611 |
76.989 |
15,7 |
Brottfarir um Keflavíkurflugvöll Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins nema mars en þá kom álíka fjöldi og á árinu 2010. Framboð á flugsætum hefur aldrei verið meira en á árinu 2011 og sú gríðarlega mikla umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi á undanförnum misserum virðist hafa skilað sér á jákvæðan hátt fyrir íslenska ferðaþjónustu. |
Vetur (jan-mars/nóv-des) |
Af einstaka þjóðum voru flestir vetrargestir frá Bretlandi (23,5%) og Bandaríkjunum (14,1%). Ferðamenn frá Noregi (7,8%), Danmörku (7,1%), Svíþjóð (7,1%), Þýskalandi (6,1%) og Frakklandi (5,3%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 71,0% ferðamanna að vetrarlagi.
Vor (apríl-maí) |
Af einstaka þjóðum voru flestir ferðamenn að vori til frá Bretlandi (14,5%), Bandaríkjunum (12,1%), Noregi (10,9%), Danmörku (9,5%), Þýskalandi (8,0%) og Svíþjóð (7,7%) en samanlagt voru þessar sex þjóðir 62,7% gesta að vori til.
Sumar (júní-ágúst) |
Af einstaka þjóðum voru flestir sumargesta árið 2011 frá Bandaríkjunum (14,7%), Þýskalandi (13,6%), Frakklandi (8,4%), Danmörku (7,0%), Bretlandi (6,9%), Noregi (6,1%) og Svíþjóð (5,1%) en samanlagt voru þessar sjö þjóðir 61,8% ferðamanna sumarið 2011.
Haust (september-október) Tæplega 17% erlendra ferðamanna árið 2011 komu að hausti til eða um 90 þúsund talsins og er um að ræða ríflega 15 þúsund manna fjölgun frá haustmánuðum 2010. Aukningin nemur 20,7% milli ára. N-Ameríkönum fjölgaði verulega eða um 5.500 sem gerir um 42,1% aukningu milli ára. Aukning Mið- og S-Evrópubúa mældist 22,0%, þeirra sem komu frá Bretlandi 15,5% og 11,9% meðal þeirra sem komu frá Norðurlöndunum. Aukning frá þjóðum sem hafa verið flokkuð undir annað mældist 20,7%. |
Af einstaka þjóðernum voru flestir frá Bandaríkjunum (15,3%), Bretlandi (13,2%), Noregi (10,0%), Þýskalandi (9,0%), Danmörku (8,1%) og Svíþjóð (6,5%) en samanlagt voru þessar sex þjóðir 62,1% ferðamanna að hausti til.
Talningar ná til allra brottfara um Leifsstöð, þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis.
Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má sjá í töflunum hér að neðan og á vefnum undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar.
<td class="xl93" style="border-bottom: #1f497d 1pt solid; text-
Janúar - desember eftir þjóðernum | Janúar - desember eftir markaðssvæðum | |||||||||
Breyting milli ára |