Ferðamenn yfir 50 þúsund í september
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 51.576 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða tæplega 11 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 26,2% á milli ára. Um er að ræða lang fjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga.
Einstök markaðssvæði
N-Ameríkönum fjölgar verulega á milli ára eða um 42,8%. Mið- og S-Evrópubúum fjölgar um 27,4%, Norðurlandabúum um 22,5% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 20,9%. Bretum fjölgar talsvert minna eða um 11,8%.
Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Norðmenn ríflega þriðjungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (16,0%), Þýskalandi (11,4) og Noregi (10,2%). Ferðamenn frá Bretlandi (8,1%), Danmörku (7,6%) og Svíþjóð (6,6%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sex þjóðir 60% ferðamanna í september.
Ferðamenn orðnir jafn margir og allt árið 2010
Það sem af er ári hafa 458.060 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða jafnmargir og allt árið 2010. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins. Aukningin nemur 18,9% á milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað frá öllum mörkuðum. N-Ameríkanar hafa að miklu leyti borið uppi aukningu ársins en þeim hefur fjölgað um 50,3% frá því í fyrra, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 16,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,9%, Bretum um 9,1% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,2%.
Ferðir Íslendinga utan
Brottförum Íslendinga í september hefur fjölgað um 10,8% frá því í fyrra, voru 30.809 í september í ár en 27.808 í fyrra. Frá áramótum hafa 260.201 þúsund Íslendingar farið utan, 19% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 219 þúsund.
Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan.
September eftir þjóðernum | Janúar - september eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | 2010 | 2011 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 5.629 | 8.272 | 2.643 | 47,0 | Bandaríkin | 42.262 | 65.172 | 22.910 | 54,2 | |
Bretland | 3.749 | 4.190 | 441 | 11,8 | Bretland | 45.800 | 49.981 | 4.181 | 9,1 | |
Danmörk | 3.602 | 3.894 | 292 | 8,1 | Danmörk | 31.459 | 34.365 | 2.906 | 9,2 | |
Finnland | 1.004 | 1.395 | 391 | 38,9 | Finnland | 8.835 | 10.401 | 1.566 | 17,7 | |
Frakkland | 1.728 | 2.403 | 675 | 39,1 | Frakkland | 26.478 | 32.544 | 6.066 | 22,9 | |
Holland | 1.440 | 2.026 | 586 | 40,7 | Holland | 14.412 | 17.234 | 2.822 | 19,6 | |
Ítalía | 542 | 796 | 254 | 46,9 | Ítalía | 8.933 | 11.516 | 2.583 | 28,9 | |
Japan | 419 | 645 | 226 | 53,9 | Japan | 4.306 | 5.143 | 837 | 19,4 | |
Kanada | 1.981 | 2.594 | 613 | 30,9 | Kanada | 11.242 | 15.271 | 4.029 | 35,8 | |
Kína | 624 | 1.115 | 491 | 78,7 | Kína | 4.105 | 7.081 | 2.976 | 72,5 | |
Noregur | 4.074 | 5.260 | 1.186 | 29,1 | Noregur | 28.761 | 34.661 | 5.900 | 20,5 | |
Pólland | 738 | 953 | 215 | 29,1 | Pólland | 10.403 | 11.711 | 1.308 | 12,6 | |
Rússland | 79 | 242 | 163 | 206,3 | Rússland | 1.335 |
|