Ferðamönnum fjölgaði um 20,4% á fyrsta ársþriðjungi
Um 37 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum aprílmánuði eða um fimm þúsund fleiri
en í apríl 2011.
Aukningin 16,5% milli ára
Ferðamenn nú í apríl voru 16,5% fleiri en í apríl í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 8,2% milli ára í mánuðinum, eins og sjá má í töflunni hér til hliðar.
81% ferðamanna af tíu þjóðernum
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í apríl frá Bretlandi eða 22,4% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn, 11,8% og Norðmenn, 10,3%. Síðan komu Danir (7,6%), Svíar (7,0%), Þjóðverjar (6,8%), Frakkar (5,9%), Kanadamenn (3,4%), Hollendingar (3,1%) og Finnar (2,9%). Samtals voru þessar tíu þjóðir 81,2% af heildarfjölda ferðamanna í apríl.
Norður-Ameríkubúar og Bretar báru uppi fjölgun í apríl
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun Norður-Ameríkubúa og Breta frá því í apríl í fyrra. Þannig fjölgaði Norður-Ameríkubúum um 33,7% og Bretum um 25,5%. Norðurlandabúum fjölgaði nokkuð eða um 10,4% og sama má segja um Breta sem fjölgaði um 7,1%. Ferðamönnum frá löndum sem flokkuð eru undir annað fjölgaði um 13,8% milli ára.
Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,4% frá áramótum
Frá áramótum hafa 125.333 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,4% aukning frá árinu áður. Tæplega helmingsaukning (45,9%) hefur verið í brottförum Breta, ríflega fjórðungsaukning (27,7%) í brottförum N-Ameríkana og um fimmtungsaukning (21,8%) frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”. Brottförum Norðurlandabúa hefur fjölgað um 8,0% en fjöldi Mið- og S-Evrópubúa hefur hins vegar staðið í stað.
Utanferðir Íslendinga
Svipaður fjöldi Íslendinga fór utan í nýliðnum apríl og í fyrra eða um 29 þúsund. Frá áramótum hafa 100 þúsund Íslendingar farið utan, sex þúsund fleiri en árið 2012. Aukningin nemur 6,4% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Apríl eftir þjóðernum | Janúar - apríl eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 3.318 | 4.450 | 1.132 | 34,1 | Bandaríkin | 12.837 | 16.756 | 3.919 | 30,5 | |
Bretland | 6.722 | 8.437 | 1.715 | 25,5 | Bretland | 24.000 | 35.022 | 11.022 | 45,9 | |
Danmörk | 3.175 | 2.855 | -320 | -10,1 | Danmörk | 8.480 | 8.790 | 310 | 3,7 | |
Finnland | 937 | 1.093 | 156 | 16,6 | Finnland | 1.947 | 2.472 | 525 | 27,0 | |
Frakkland | 1.836 | 2.213 | 377 | 20,5 | Frakkland | 6.137 | 6.683 | 546 | 8,9 | |
Holland | 1.216 | 1.158 | -58 | -4,8 | Holland | 4.074 | 4.180 | 106 | 2,6 | |
Ítalía | 327 | 329 | 2 | 0,6 | Ítalía | 1.091 | 1.140 | 49 | 4,5 | |
Japan | 228 | 415 | 187 | 82,0 | Japan | 2.364 | 3.453 | 1.089 | 46,1 | |
Kanada | 977 | 1.294 |
|