Fara í efni

Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgrein landsins

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Tekjur af erlendum ferðamönnum voru stærsta útflutningsafurð Íslendinga á árinu 2013. Þetta má sjá í nýjum gögnum um útflutning á vörum og þjónustu hjá Hagstofunni.

26,8% af heildarverðmæti

Alls námu tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega 275 milljörðum króna á árinu 2013, sem samsvarar 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu. Útflutningur sjávarafurða nam 25,5% og áls og álafurða 21,0% og voru það þrír stærstu liðirnir.

Ferðaþjónustan efst í fyrsta sinn 

Þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendum ferðamönnum eru stærsta útflutningsafurð landsins. Hlutfallið var tæp 19% árið 2010 og hefur því vaxið hratt á síðustu þremur árum eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu útflutningstekna og þróun þeirra síðustu ár.

Útflutningur 2013 - mynd

Útflutningur 2010-2013 - tafla