Ferjuflutningar yfir Múlakvísl liggja niðri frá kl. 17-21 í dag
Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl hefur gengið mun hraðar en áætlað var í fyrstu. Nauðsynlegt verður að gera hlé á ferjuflutningum í dag frá kl. 17 til um það bil kl. 21 þar sem verið er að veita Múlakvísl undir brúna upp úr klukkan 17. Gera má ráð fyrir að um 3 - 4 tíma taki fyrir ána að setjast á nýjan leik svo hægt verði að hefja ferjuflutningana að nýju.
Jarðýtur munu útbúa nýtt vað í framhaldinu. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma yfir vaðið, þannig að ekki verður hætt klukkan 23 eins og undanfarna daga heldur haldið áfram meðan þörf krefur.
Löggæsla verður aukin við Múlakvísl á meðan þessar framkvæmdir standa yfir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði.
Fréttatilkynning á íslensku og ensku (PDF) fylgir með en hana er hægt að prenta út og hengja upp.