Fara í efni

Fjárfestingin skilar góðum arði

gullfossadvetri2
gullfossadvetri2

Í grein Magnúsar Oddsonar ferðamálastjóra í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, 13. desember, fjallaði hann m.a. um hvernig stóraukin fjárfesting ríkisins í ferðaþjónustu undanfarin misseri hefði ekki einungis skilað okkur auknum umsvifum á öllum sviðum heldur einnig hefði beinn arður stjórnvalda af þeirri fjárfestingu verið góður.

Í greininni kemur fram að hann gerir ráð fyrir því miðað við fyrirliggjandi tölur Seðlabankans að neysla erlendra ferðamanna hér á landi skili þjóðarbúinu um 1.800 milljónum króna meiri gjaldeyristekjum en í fyrra. Segir í greininni að gera megi ráð fyrir að heildarneysla erlendra gesta muni skila þjóðinni 25 milljarða gjaldeyristekjum í ár sem er meira en nokkru sinni fyrr.

Þá kemur einnig fram að aukning í umsvifum hér á landi á þessu ári er hlutfallslega verulega meiri en í samkeppnis- og nágrannalöndum okkar, þar sem t.d. öll önnur Norðurlönd eru með samdrátt það sem af er árinu. Lesa greinina í heild.