Fjöldi erlendra ferðamanna í september
Í nýliðnum septembermánuði fóru 42.463 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er 3,3% fækkun samanborið við september í fyrra.
Fækkunin í september nemur 1.444 gestum. Munar mest um tæplega 29% fækkun Breta, eða 1.967 manns. Aðrir markaðir vega hins vegar nokkuð upp samdrátt frá Bretlandi og munar þar mest um tæplega 23% fjölgun frá Norður-Ameríku og 10,5% fjölgun frá Mið- og Suður-Evrópu. Norðurlandabúar standa í stað. Fækkun er frá öðrum Evrópulöndum og fjærmörkuðum. Líkt og verið hefur á árinu er verulegur samdáttur í utanferðum Íslendinga, sem nemur 35,4% í september.
Þrátt fyrir 3,3% fækkun erlendra gesta nú, er þetta engu að síður annar stærsti septembermánuður frá upphafi talninga. September í fyrra var raunar óvenju fjölmennur en þá fjölgaði gestum um 12% á milli ára. Fyrstu 9 mánuði ársins er fjölgun upp á 0,5%.
Í töflunum hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
September eftir þjóðernum | Janúar-september eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2008 | 2009 | Fjöldi | (%) | 2008 | 2009 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 3.784 | 4.721 | 937 | 24,8 | Bandaríkin | 34.210 | 37.061 | 2.851 | 8,3 | |
Kanada | 1.276 | 1.484 | 208 | 16,3 | Kanada | 9.185 | 10.090 | 905 | 9,9 | |
Bretland | 6.812 | 4.845 | -1.967 | -28,9 | Bretland | 55.095 | 46.810 | -8.285 | -15,0 | |
Noregur | 3.897 | 4.341 | 444 | 11,4 | Noregur | 27.524 | 29.435 | 1.911 | 6,9 | |
Danmörk | 4.123 | 3.451 | -672 | -16,3 | Danmörk | 33.857 | 34.312 | 455 | 1,3 | |
Svíþjóð | 3.337 | 3.290 | -47 | -1,4 | Svíþjóð | 25.992 | 26.087 | 95 | 0,4 | |
Finnland | 1.204 | 1.077 | -127 | -10,5 | Finnland | 8.999 | 9.756 | 757 | 8,4 | |
Þýskaland | 5.025 | 5.375 | 350 | 7,0 | Þýskaland | 40.782 | 48.126 | 7.344 | 18,0 | |
Holland | 1.629 | 1.837 | 208 | 12,8 | Holland | 15.982 | 16.257 | 275 | 1,7 | |
Frakkland | 1.708 | 2.249 | 541 | 31,7 | Frakkland | 23.728 | 26.445 | 2.717 | 11,5 | |
Sviss | 598 |
|