Fjöldi ferðamanna í ágúst
Alls fóru 89.600 erlendir gestir frá landinu í nýliðnum ágústmánuði um Leifsstöð eða um 2.500 færri en í ágúst árið 2009. Fækkunin nemur 2,7% millli ára. Mun fleiri Íslendingar eða 23% fleiri fóru utan í ágústmánuði í ár en í fyrra, voru 29.900 í ágúst síðastliðnum en 24.400 á síðasta ári.
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá nokkra aukningu frá Norður-Ameríku eða um 13,2%. Norðurlandabúum fjölgar lítilsháttar eða um 2,5% og munar þar mestu um 16% aukningu Norðmanna. Mið- og S-Evrópubúum fækkar um tæp 7% en þar munar mestu um fækkun Ítala, Spánverja og Hollendinga, svipaður fjöldi kemur frá Þýskalandi og Sviss og fleiri Frakkar koma í ár en í fyrra. Bretum fækkar um 11,4% og gestum frá löndum sem flokkast undir ,,Annað ? um 2,7%
Frá áramótum hafa farið 344.300 erlendir gestir frá landinu eða 8.800 færri en árinu áður og nemur fækkunin 2,5%. Mest hefur fækkunin orðið frá Norðurlöndunum eða 8,3% og frá löndum sem flokkast undir "Annað" eða 5,9%. Aukning hefur hins vegar verið í brottförum frá Norður-Ameríku um 12,1%. Svipaður fjöldi Breta hefur komið í ár og í fyrra. Erlendum gestum frá Mið- og S-Evrópu hefur hins vegar fækkað lítilsháttar frá áramótum í samanburði við fyrra ár eða um 2,2%. Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu má sjá í töflum hér að neðan.
Ágúst eftir þjóðernum | Janúar-ágúst eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | 2009 | 2010 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 7.329 | 8.363 | 1.034 | 14,1 | Bandaríkin | 32.340 | 36.633 | 4.293 | 13,3 | |
Bretland | 7.208 | 6.383 | -825 | -11,4 | Bretland | 41.965 | 42.051 | 86 | 0,2 | |
Danmörk | 6.058 | 5.804 | -254 | -4,2 | Danmörk | 30.861 | 27.857 | -3.004 | -9,7 | |
Finnland | 1.824 | 1.762 | -62 | -3,4 | Finnland | 8.679 | 7.831 | -848 | -9,8 | |
Frakkland | 8.824 | 9.103 | 279 | 3,2 | Frakkland | 24.196 | 24.750 | 554 | 2,3 | |
Holland | 3.523 | 3.265 | -258 | -7,3 | Holland | 14.420 | 12.972 | -1.448 | -10,0 | |
Ítalía | 5.895 | 4.149 | -1.746 | -29,6 | Ítalía | 11.159 | 8.391 | -2.768 | -24,8 | |
Japan | 801 | 557 | -244 | -30,5 | Japan | 4.958 | 3.887 | -1.071 | -21,6 | |
Kanada | 2.528 | 2.795 | 267 | 10,6 | Kanada | 8.606 | 9.261 |
|