Fara í efni

Fjölgun ferðamanna heldur áfram - aukning á öllum mörkuðum frá áramótum

Sú fjölgun ferðamanna sem verið hefur það sem af er árinu, hélt áfram í nýliðnum októbermánuði. Talningar Ferðamálaráðs Íslands í Leifsstöð sýna að 22.532 erlendir ferðamenn fóru um flugvöllinn í október, sem er 26,79% aukning frá sama mánuði í fyrra.

Ef skoðaðar eru tölur fyrir einstakar þjóðir og þær bornar saman á milli ára kemur í ljós að aukning er frá öllum mörkuðum að Bretlandi undanskyldu. Sé litið til stærstu markaða okkar þá er sérlega ánægjulegt að sá aukninguna frá Norðurlöndunum en Danmörk, Finnland Noregur og Svíþjóð eru samanlagt að skila okkur yfir 50% aukningu í október. Sama á við um Þýskaland. Þá heldur Bandaríkjamarkaður áfram að styrkjast og gaman að sjá að heildarfjöldi bandarískra ferðamanna það sem af er árinu er nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Eins og sést í töflunni hér að neðan er mikil hlutfallsleg aukning í komum Japana hingað til lands í október. Það má rekja til sérstakra ferða sem settar voru upp fyrir Japani og hlutu góðar undirtektir.

13,3% fjölgun í mars-október
Talningar Ferðamálaráðs hafa staðið yfir frá því í febrúar 2002 og því liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir tímabilið mars til september fyrir árin 2002 og 2003. Sé þetta tímabil borið saman á milli ára kemur í ljós að erlendir ferðamenn í ár eru 13.3% fleiri en í fyrra. Aukningin nemur 30 þúsund gestum og er aukning frá öllum löndum sem mæld eru sérstaklega í talningunum. Sem fyrr er vert að minna á að inn í þessum tölum eru ekki þeir sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.

Í töflunum hér að neðan má annars vegar sjá samanburð á milli októbermánaðar 2002 og 2003 og hins vegar samanburð á tímabilinu mars-október í ár og í fyrra.

Fjöldi ferðamanna í október*
  2002 2003 Mism. %
Bandaríkin 3.089 3.528 439 14,21%
Bretland 5.086 4.143 -943 -18,54%
Danmörk 1.475 2.031 556 37,69%
Finnland 465 951 486 104,52%
Frakkland 408 532 124 30,39%
Holland 563 640 77 13,68%
Ítalía 109 166 57 52,29%
Japan 162 875 713 440,12%
Kanada 157 221 64 40,76%
Noregur 1.624 2.631 1.007 62,01%
Spánn 69 134 65 94,20%
Sviss 89 125 36 40,45%
Svíþjóð 1.820 2.602 782 42,97%
Þýskaland 811 1.251 440 54,25%
Önnur þjóðerni 1.844 2.702 858 46,53%
Samtals: 17.771 22.532 4.761 26,79%
 
Ísland 22.513 29.125 6.612 29,37%
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra ferðamanna í Leifsstöð.
*Hér eru ekki taldir með farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.

 

Mars - október
  2002 2003 Mism. %
Bandaríkin 35.858 35.865 7 0,02%
Bretland 34.313 40.592 6.279 18.30%
Danmörk 16.633 20.205 3.572 21,48%
Finnland 5.169 6.025 856 16,56%
Frakkland 16.460 18.458 1.998 12,14%
Holland 8.314 9.207 893 10,74%
Ítalía 7.046 8.226 1.180 16,75%
Japan 2.618 3.354 736 28,11%
Kanada 1.828 2.115 287 15,70%
Noregur 17.458 19.013 1.555 8,91%
Spánn 3.482 4.745 1.263 36,27%
Sviss 5.384 5.811 427 7,93%
Svíþjóð 18.465 20.182 1.717 9,30%
Þýskaland 27.929 33.930 6.001 21,49%
Önnur þjóðerni 24.625 27.850 3.225 13,10%
Samtals: 225.582 255.578 29.996 13,30%
Ísland 177.141 219.927 42.786 24,15%