Fjölgun ferðamanna heldur áfram - aukning á öllum mörkuðum frá áramótum
Sú fjölgun ferðamanna sem verið hefur það sem af er árinu, hélt áfram í nýliðnum októbermánuði. Talningar Ferðamálaráðs Íslands í Leifsstöð sýna að 22.532 erlendir ferðamenn fóru um flugvöllinn í október, sem er 26,79% aukning frá sama mánuði í fyrra.
Ef skoðaðar eru tölur fyrir einstakar þjóðir og þær bornar saman á milli ára kemur í ljós að aukning er frá öllum mörkuðum að Bretlandi undanskyldu. Sé litið til stærstu markaða okkar þá er sérlega ánægjulegt að sá aukninguna frá Norðurlöndunum en Danmörk, Finnland Noregur og Svíþjóð eru samanlagt að skila okkur yfir 50% aukningu í október. Sama á við um Þýskaland. Þá heldur Bandaríkjamarkaður áfram að styrkjast og gaman að sjá að heildarfjöldi bandarískra ferðamanna það sem af er árinu er nú orðinn meiri en á sama tíma í fyrra. Eins og sést í töflunni hér að neðan er mikil hlutfallsleg aukning í komum Japana hingað til lands í október. Það má rekja til sérstakra ferða sem settar voru upp fyrir Japani og hlutu góðar undirtektir.
13,3% fjölgun í mars-október
Talningar Ferðamálaráðs hafa staðið yfir frá því í febrúar 2002 og því liggja nú fyrir samanburðarhæfar niðurstöður fyrir tímabilið mars til september fyrir árin 2002 og 2003. Sé þetta tímabil borið saman á milli ára kemur í ljós að erlendir ferðamenn í ár eru 13.3% fleiri en í fyrra. Aukningin nemur 30 þúsund gestum og er aukning frá öllum löndum sem mæld eru sérstaklega í talningunum. Sem fyrr er vert að minna á að inn í þessum tölum eru ekki þeir sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.
Í töflunum hér að neðan má annars vegar sjá samanburð á milli októbermánaðar 2002 og 2003 og hins vegar samanburð á tímabilinu mars-október í ár og í fyrra.
Fjöldi ferðamanna í október* | ||||
2002 | 2003 | Mism. | % | |
Bandaríkin | 3.089 | 3.528 | 439 | 14,21% |
Bretland | 5.086 | 4.143 | -943 | -18,54% |
Danmörk | 1.475 | 2.031 | 556 | 37,69% |
Finnland | 465 | 951 | 486 | 104,52% |
Frakkland | 408 | 532 | 124 | 30,39% |
Holland | 563 | 640 | 77 | 13,68% |
Ítalía | 109 | 166 | 57 | 52,29% |
Japan | 162 | 875 | 713 | 440,12% |
Kanada | 157 | 221 | 64 | 40,76% |
Noregur | 1.624 | 2.631 | 1.007 | 62,01% |
Spánn | 69 | 134 | 65 | 94,20% |
Sviss | 89 | 125 | 36 | 40,45% |
Svíþjóð | 1.820 | 2.602 | 782 | 42,97% |
Þýskaland | 811 | 1.251 | 440 | 54,25% |
Önnur þjóðerni | 1.844 | 2.702 | 858 | 46,53% |
Samtals: | 17.771 | 22.532 | 4.761 | 26,79% |
Ísland | 22.513 | 29.125 | 6.612 | 29,37% |
Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra ferðamanna í Leifsstöð. | ||||
*Hér eru ekki taldir með farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík. |
Mars - október | ||||
2002 | 2003 | Mism. | % | |
Bandaríkin | 35.858 | 35.865 | 7 | 0,02% |
Bretland | 34.313 | 40.592 | 6.279 | 18.30% |
Danmörk | 16.633 | 20.205 | 3.572 | 21,48% |
Finnland | 5.169 | 6.025 | 856 | 16,56% |
Frakkland | 16.460 | 18.458 | 1.998 | 12,14% |
Holland | 8.314 | 9.207 | 893 | 10,74% |
Ítalía | 7.046 | 8.226 | 1.180 | 16,75% |
Japan | 2.618 | 3.354 | 736 | 28,11% |
Kanada | 1.828 | 2.115 | 287 | 15,70% |
Noregur | 17.458 | 19.013 | 1.555 | 8,91% |
Spánn | 3.482 | 4.745 | 1.263 | 36,27% |
Sviss | 5.384 | 5.811 | 427 | 7,93% |
Svíþjóð | 18.465 | 20.182 | 1.717 | 9,30% |
Þýskaland | 27.929 | 33.930 | 6.001 | 21,49% |
Önnur þjóðerni | 24.625 | 27.850 | 3.225 | 13,10% |
Samtals: | 225.582 | 255.578 | 29.996 | 13,30% |
Ísland | 177.141 | 219.927 | 42.786 | 24,15% |