Fjórðungsaukning í kortaveltu erlendra ferðamanna
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var 112,2 milljarðar króna á árinu 2014 sem er aukning um rúma 22 milljarða á milli ára, samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Veltuaukningin nam því 25% á milli ára.
Mestur vöxtur í skipulögðum ferðum
Á árinu 2014 var mestur vöxtur í þeim hluta ferðaþjónustu sem tengist skipulegum ferðum eins og hvalaskoðun, rútuferðum undir leiðsögn, gönguferðum eða öðrum sambærilegum ferðum, ef mælikvarðinn er kortavelta erlendra ferðamanna. Þegar borin er saman heildarvelta milli áranna 2013 og 2014 nemur vöxturinn í þessari tegund ferðaþjónustu 56,5%. Sá útgjaldaliður sem erlendir ferðamenn greiddu hins vegar hæstu upphæðir fyrir árið 2014 var gistiþjónusta sem nam 22,3 milljörðum kr. Það var 23,3% hærri upphæð en árið áður.
Á töflunni hér fyrir neðan má sjá breytingar á veltu eftir völdum útgjaldaflokkum ferðaþjónustunnar á milli áranna 2013 og 2014.
Nánari upplýsingar á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar