Flogið til Sauðárkróks á ný
Áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur hefst á ný næstkomandi þriðjudag. Flogið verður fimm daga vikunnar allt árið, alls sjö flug á viku.
Isavia og Air Arctic (Eyjaflugs) skrifðu undir samning um flugið í dag og var samið til eins árs. Rúmt ár er síðan Ernir hætti flugi á þessari leið og síðan þá hafa heimamenn unnið að því að koma áætlunarflugi á aftur, með aðstoð innanríkisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Drög að samningi milli Air Arctic og sveitarfélagsins liggja fyrir og hafa verið kynnt í byggðaráði.
Flogið verður með 9 sæta flugvél. Á þriðjudögum og fimmtudögum verður flogið tvisvar á dag á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur en einu sinni á mánudögum, föstudögum og sunnudögum. Ekki verður flogið á miðvikudögum og laugardögum.