Formennska í Ferðamálaráði ávísun á ráðherradóm?
07.09.2005
Einar K. Guðfinnsson
Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, mun taka við starfi sjávarútvegsráðherra þann 27. september næstkomandi. Davíð Oddsson utanríkisráðherra tilkynnti þetta í dag, ásamt fleiri breytingum á ríkisstjórninni.
Því virðist sem enn á ný sannist að seta og formennska í Ferðamálaráði Íslands sé e.t.v. ávísun á ráðherradóm. Einar Kr. hefur verið formaður Ferðamálaráðs frá marsbyrjun 2002. Hann tók þá við af Tómasi Inga Olrich sem skipaður hafði verið í embætti menntamálaráðherra. Jafnframt var Jón Kristjánsson varaformaður ráðsins þegar hann var skipaður ráðherra heilbrigðis- og tryggingarmála í apríl 2001.