Frestur til að skrá sig á Vestnorden 2005 að renna út
Nú um helgina, nánar tiltekið 12. júní, rennur út frestur til að skrá sig til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni. Hún verður sem kunnugt er haldin í Norðurbryggjuhúsinu í Kaupmannahöfn dagana 12.-14. september næstkomandi.
Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið sameiginlega að Vestnorden síðastliðin 20 ár og skiptast á um að halda kaupstefnuna. Í ár var komið að Grænlendingum og var tekin ákvörðun um að halda kaupstefnuna í Kaupmannahöfn. Sýnendur koma frá Vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum hafa taka þátt. Á Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst.
Íslendingar eru jafnan fjölmennastir á Vestnorden og þegar hafa mörg fyrirtæki tilkynnt þátttöku. Íslensk fyrirtæki sem hug hafa á þáttöku geta snúið sér til markaðssvið Ferðamálaráðs Íslands, sími 535-5500, eða sent póst á arsaell@icetourist.is
Skráning fer fram á heimasíðu sýningarinnar
Skrifstofa Vestnorden 2005 ? opin kl. 7:00-14:00 ( 8-16 að dönskum tíma)
Sími: 00 45 3283 3882
Fax : 00 45 3283 3889
Verkefnisstjóri: Karin Egede: Karin@vestnorden.gl
Starfsfólk:
Soren Thalund soren@vestnorden.gl,
Mads Nordlund mads@vestnorden.gl
Mynd: Frá Vestnorden 2004 í Laugardalshöllinni. Hörður Sigurbjarnarson
og Þórunn Harðardóttir hjá Norðursiglingu á tali við viðskiptavin.
©Ferðamálaráð/HA