Fara í efni

Frumvarp til laga um farþega- og gistináttagjald lagt fram á alþingi

Reykjavík
Reykjavík

Fjármálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um farþegagjald og gistináttagjald sem ætlað er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt er ætlunin að tryggja betur öryggi ferðamanna, t.d. með varúðarmerkingum, handriðum, stígum, pöllum og öryggisgirðingum. Þetta kemur fram í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins.

Tekjur af gjaldinu munu útdeilast á fjárlögum að 3/5 hlutum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og 2/5 hlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði.

Frumvarp iðnaðarráðherra um Framkvæmdasjóð ferðamanna liggur nú þegar fyrir alþingi.