Fara í efni

Fundaferð um Noreg í lok apríl

Noregur
Noregur

Í lok apríl gangast Ferðamálastofa og Útflutningsráð fyrir fundaferð til þriggja borga í Noregi. Yfirskriftin er "Ferðaþjónusta, heilbrigði og útivist".

Megináhersla er á að bjóða ferðaþjónustuaðilum á þessa fundi en einnig verður möguleiki fyrir aðila í tengdri starfsemi, svo sem útivistarfatnaði, heilsuvörum og álíka að taka þátt.

Dagskráin er á þá leið að flogið er til Osló þriðjudaginn 28. apríl og haldinn vinnufundur þar eftir hádegi. Miðvikudaginn 29. apríl er flogið með fyrsta flugi Icelandair á milli Osló og Stavanger. Haldinn vinnufundur þar eftir hádegi og síðan ekið til Bergen um kvöldið. Síðasti vinnufundurinn er svo í Bergen að morgni 30. apríl en haldið heim í gegnum Kaupmannahöfn um kvöldið.
Nánari upplýsingar gefa Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000 og Sigrún H. Sigurðardóttir sigrun@icetourist.is eða í síma 535 5500