Fara í efni

Fundur á vegum Ferðamálastofu og Icelandair - Asíumarkaður fyrir Norðurlöndin

Nordica Hotel
Nordica Hotel

Icelandair og Ferðamálastofa bjóða til morgunfundar fimmtudaginn 3. maí nk. kl 08:15 á Nordica Hotel. Málefni fundarins verður:  Ferðamenn frá Asíu með áherslu á Kína og Japan.

Ræðumaður fundarins verður: Sören Leerskov framkvæmdastjóri Scandinavian Tourist Board í Asíu.

Dagskrá, Hotel Nordica 2. hæð:
 
08:15- Kaffi
08:30 Sören Leerskov
09:15 Fyrirspurnir
10:00 Fundarslit

Sören er Danskur, fæddur í Kaupmannahöfn áríð 1963.  Hann hóf nám í Japan 1982, og vann m.a. fyrir sér sem skemmtikraftur í Disney í Tokyo 1984-86.

Náms- og starfsferill
 
1986- MA próf í japönsku
1987- 89 MA nám í Tokyo Háskóla
1991 -Master in "Business Adminstration" og Japönsku  frá Háskólanum í Tokyo
1988 - 1995  Við Ráðgjafastörf fyrir Japönsk og Dönsk fyrirtæki.
frá 1995  framkvæmdastjóri Scandinavian Tourist  Board í Asíu með búsetu í Tokyo.
1998 - 2003  Stjórnarformaður  "European Travel Commission"