Fara í efni

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskip
Skemmtiferðaskip

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins sem kemur til Íslands á þessu ári lagðist að bryggju við Strandarbakka í Seyðisfirði í morgun, fimmtudaginn 20. maí.

Þetta er skipið Athena og með því eru rúmlega 500 farþegar. Fóru þeir í ferðir út í Skálanes menningar- og náttúrusetur sem staðsett er  í minni Seyðsifjarðar, til Borgarfjarðar eystri og í gönguferðir um bæinn með leiðsögn. Þeir sem fara ekki í skipulagðar ferðir ganga um bæinn og náttúruna. Á myndinni er Athena í höfn á Seyðisfirði.  

Í sumar hafa 75 skemmtiferðaskip boðað komu sína til landsins og með þeim um 70 þúsund farþegar. Mörg skipanna hafa viðdvöl í fleiri en einni höfn hérlendis.