Fara í efni

Fyrsta steypan við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Tónlsitarhúss
Tónlsitarhúss

Undirbúningi að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í Reykjavík miðar vel áfram og er undirbúningur byggingarsvæðis langt kominn. Í dag var fyrstu steypunni rennt í steypumót í grunni hússins þannig að segja má að byggingin sjálf sé hafin.

Ekki þarf að fjölyrða um þau jákvæðu áhrif sem tilkoma hússins hefur fyrir ferðaþjónustu hérlendis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur meðal annars bent á að væntanlega er bygging hússins stærsta markaðsaðgerð í íslenskri ferðaþjónustu fyrr og síðar. Eins og gefur að skilja eru þó mörg handtök eftir en áætluð opnun hússins er að tveimur árum liðnum.