Gistinætur á hótelum í janúar 2004
05.03.2004
Gistinaetur12
Hagstofan hefur gefið út tólur um gisinætur á hótelum í janúar síðastliðnum. Þar sem skil á gistiskýrslum hafa ekki verið nægjanlega góð á Austurlandi er hvorki hægt að birta tölur fyrir Austurland, né heildartölur fyrir landið fyrir janúar 2004.
Gistináttafjöldi í janúar á hótelum á höfuðborgarsvæðinu stóð nánast í stað milli ára. Þær voru 24.400 í janúar árið 2003 en voru 24.530 í janúar síðastliðnum (0,5%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um tæp 11% milli ára og fóru úr 2.350 í 2.600. Á Suðurlandi fóru gistinætur á hótelum í janúar úr 1.720 í 1.850 milli ára og fjölgaði þar með um tæp 8%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum þegar fjöldinn fór úr 1.550 í 1.170 milli ára (-24%).