Fara í efni

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13%

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13% á milli áranna 2013 og 2014, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Gistinætur á hótelum 2014 voru rúmlega 2,3 milljónir talsins og fjölgaði um 300 þúsund. Aukningin var öll á meðal erlendra ferðamanna og raunar var samdráttur í gistinóttum Íslendinga. Ríflega 85% af seldum gistinóttum á heilsárhótelum var til útlendinga. Fjölgun var í öllum landshlutum nema á Austurlandi.

Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan og á vef Hagstofunnar.

Gistinætur