Guðný Hrafnkelsdóttir ráðin í starf sérfræðings
Guðný Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf sérfræðings hjá Ferðamálastofu sem auglýst var í lok síðasta árs. Líkt og fram kom í auglýsingu tengist starfið þeim sviðum starfseminnar sem styðja við fagsvið Ferðamálastofu, þ.e. rannsóknum, greiningum, upplýsingamiðlun og vefmálum.
Guðný er menntuð frá Háskóla Íslands með BA próf í stjórnmálafræði og viðbótardiplóma á meistarastigi í alþjóðasamskiptum. Að auki er hún með meistarapróf í alþjóðalögfræði frá Edinborgarháskóla. Hún hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri í Háskóla Íslands á sviði samfélagsverkefna. Áður starfaði hún sem blaðamaður, fyrst hjá Morgunblaðinu og síðar hjá Pressunni. Guðný var einnig um nokkurra mánaða skeið starfsnemi hjá bæði hjá Utanríkisráðuneytinu og sendiráði Íslands í Finnlandi.
Guðný mun hefja störf í byrjun apríl á starfsstöðinni í Reykjavík. Starfsfólk Ferðamálastofu býður hana velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins.