Guðrún Dóra ráðin í stöðu sérfræðings
29.02.2016
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa sem sérfræðingur á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu. Verkefni hennar munu einkum snúa að þjónustu stofnunarinnar á sviði umhverfismála.
Guðrún Dóra er að klára M.Sc.-nám í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún er með B.Sc. próf í umhverfisskipulagsfræði frá sama háskóla og B.Sc. próf í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands. Guðrún Dóra situr í skipulagsnefnd Garðabæjar og er í stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands. Hún hefur m.a. starfað sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands og var í samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fyrir flugfreyjur innanlands.