Hálendisleiðir opnast ein af annarri
22.06.2006
Hálendiskort
Leiðir á hálendinu eru nú að opnast hver af annarri. En eru nokkrar hálendisleiði lokaðar allri umferð meðan frost er að fara úr jörð. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ástand fjallvega sé með eðlilegum hætti miðað við árstíma.
Leiðir sem opnaðar hafa verið á síðustu dögum eru meðal annars Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið, af Mývatnsöræfum að Dettifossi og upp í Herðubreiðarlindir. Sprengisandur er enn lokaður og leiðir inn á hann úr Eyjafirði og Skagafirði. Þá er Gæsavatnaleið lokuð, Fjallabaksleið syðri og leiðir á Arnarvatnsheiði. Næsta kort um leyfðan akstur á vegum í óbyggðum verður gefið út fimmtudaginn 29. júní.
Smellið á kortið til að sjá stærri útgáfu.