Fara í efni

Hanna Katrín Friðriksson er nýr ráðherra ferðamála

Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhendir Hönnu Katrínu Friðriksson lyklana að menningar- og viðskiptaráðune…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir afhendir Hönnu Katrínu Friðriksson lyklana að menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Mynd: Stjórnarráðið/Sigurjón Ragnars

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er ráðherra ferðamála í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Ferðamálin hafa síðustu ár heyrt undir menningar- og viðskiptaráðuneytið en það ráðuneyti verður lagt niður í núverandi mynd og skrifstofa viðskipta- og ferðamála flyst í nýtt ráðuneyti atvinnuvega. Atvinnuvegaráðherra mun fara með rekstur og starfsmannamál í menningar- og viðskiptaráðuneyti fram að útgáfu forsetaúrskurðar sem gert er ráð fyrir að taki gildi 1. mars 2025, að því er fram kemur í frétt á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Starfsfólk Ferðamálastofu býður Hönnu Katrínu velkomna og hlakkar til samstarfsins, um leið og Lilju Dögg Alfresdóttir er þakkað samstarf á liðnum árum.