Fara í efni

Hestaleigur hafi leyfi frá Umhverfisstofnun

hestarisnjo
hestarisnjo

Uppfært 2013:
Hestaleigur þurfa ekki lengur starfsleyfi heldur aðeins ferðaskipuleggjenda - eða ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálstofu. 

Í lögum um dýravernd (1994 nr. 15, 16 mars) er kveðið á um reglur um dýrahald í atvinnuskyni. Þessi lög snerta m.a. hestaleigur.

Samkvæmt lögunum þarf leyfi Umhverfisstofnunar til hvers konar ræktunar, verslunar, þjálfunar, tamningar, geymslu og leigu dýra í atvinnuskyni sem ekki fellur undir búfjárhald. Frá og með 1. júní næstkomandi verður sérstaklega leitað eftir þessu leyfi frá öllum hestaleigum sem eru skráðar í gagnagrunni Ferðamálaráðs Íslands og einungis þær hestaleigur sem verða á lista Umhverfisstofnunar yfir hestaleigur með leyfi verða skráðir inn í gagnagrunn Ferðamálaráðs.

Umsóknareyðublað
Á vef Umhverfisstofnunar má nálgast umsóknareyðublað fyrir rekstur á hestaleigu og einnig nánari upplýsingar, svo sem viðmiðunarreglur stofnunarinnar við vinnslu og útgáfu rekstrarleyfa fyrir dýrahald í atvinnuskyni. Smellið hér.