Hinn eini og sanni hringvegur
?Íslenski hringvegurinn ? Hinn eini og sanni hringvegur.? Þannig hjóðaði fyrirsögn á forsíðu ferðaútgáfu bandaríska stórblaðsins The New Tork Times síðastliðinn sunnudag. Greinin tekur yfir alla forsíðu ferðablaðsins og einnig opnuna eða samtals þrjár síður.
Greininni fylgja eins og vera ber flennistórar myndir úr ferð blaðamannsins Mark Sundeen og félaga hans um hringveginn, átta daga ferð þar sem aldrei var náttmyrkur, eins og hann segir sjálfur. Umfjöllunina er einnig að finna á vefútgáfu blaðsins, ásamt ljósmynasýningu þar sem Mark Sundeen les inn lýsingu á ferðinni og því helsta sem fyrir augu bar.
Verðmæt umfjöllun
Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í New York, segir gríðarlega verðmætt að fá svo áberandi umfjöllun í jafn virtu og útbreiddu blaði og The New York Times. ?Jákvæð umfjöllun fjölmiðla og einstakir þættir hafa afar mikið auglýsingagildi, samanbert t.d. þegar ?Amazing Race? þátturinn var tekinn upp hérlendis sællar minningar. Varlega áætlað þá er auglýsingaverðmæti geinarinnar í The New York Times líklega 10-12 miljónir króna og er þá ekki vefútgáfan talin með. Að henni meðtalinni má hæglega meta umfjöllunina á 15 miljónir króna. Það eitt að stórblað á borð við The New York Times veiti Íslandi svo mikla athygli er eitt og sér mikil viðurkenning,? segir Einar.
Skoða grein í vefútgáfu The New York Times
Mynd: ?Sennilega uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi,? segir Mark Sundeen um Mývatnssveit sem hann og félagar hans virða hér fyrir sér ofan af Vindbelgjarfjalli.