"Hostel" - íslenskt nafn óskast
Við hjá Ferðamálastofu leitum að góðu íslensku heiti á orðinu „Hostel“. Hingað til hefur orðið yfirleitt hlotið þýðinguna farfuglaheimili en þar sem það er lögverndað heiti þá verðum við að finna annað gott orð fyrir þessa tegund gistingar. Sem dæmi má nefna að Ástralir og Nýsjálendingar hafa t.d. notað orðið „Backpackers“ en það orð er einnig farið að sjást hér á landi fyrir þessa ákveðnu tegund gististaða.
Ástæðan fyrir því að við erum að leita eftir góðum tillögum tengist vinnu sem er nú í fullum gangi varðandi staðfærslu á nýjum viðmiðum fyrir mismunandi tegundir gistingar hér á landi innan nýja gæða- og umhverfiskerfis VAKANS en þessi nýju viðmið verða einmitt innleidd á næsta ári.
Tillögur og ábendingar er hægt að senda á elias@ferdamalastofa.is