Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig? - Kynningarfundir á sjö stöðum
14.05.2008
Lógo Ferðamaálstofu íslesnkt
Ferðamálastofa verður með kynningarfundi á starfsemi stofnunarinnar nú í maí. Yfirskrift fundanna er "Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig" og í þessari lotu verða sjö staðir heimsóttir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
20. maí | Selfoss kl. 13:00 ? 15:30 | Hótel Selfoss |
21. maí | Borgarnes kl. 13:00 ? 15:30 | Hótel Hamar |
22. maí | Egilsstaðir kl. 13:00 ? 15:30 | Hótel Hérað |
23. maí | Höfn kl. 10:00 ? 12:30 | Hótel Höfn |
27. maí | Akureyri kl. 10:00 ? 12:30 | Hótel KEA |
27. maí | Varmahlíð kl. 14:00 ? 16:30 | Hótel Varmahlíð |
30. maí | Ísafjörður kl.10:00 ? 12:30 | Hótel Ísafjörður |
Farið verður yfir starfsemi Ferðamálastofu og þjónustu stofnunarinnar við ferðaþjónustuaðila, en auk þess verða kynnt þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru að hleypa af stokkunum.
Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynnast Ferðamálastofu og kynna sér möguleika til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu.