Hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu
Til að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjónustu á Íslandi hefur iðnaðarráðherra ákveðið að veita tvenn verðlaun til fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði.
Ráðherra tilkynnti um þetta á kynningarfundi sem samtök um heilsuferðaþjónustu gengust fyrir í dag. þar var einnig opnuð ný heimasíða samtakanna á slóðinni www.islandofhealth.is
Nánar um verðlaunin
Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða verðlaunin veitt í desember næstkomandi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn.
Verðlaunahafar þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:
- Þrír eða fleiri aðilar/fyrirtæki koma að heilsuferðinni og skal nafn og hlutverk hvers og eins skilgreint nákvæmlega á umsóknareyðublaðinu.
- Ferðin sé ætluð erlendum vel skilgreindum markhópum.
- Heilsuferðirnar verði metna út frá nýnæmi og framtíðarmöguleikum þeirra.
- Heilsuferðin sé amk. 3 sólarhringar og sé í boði utan háannatíma.
- Heilsuferðin falli að skilgreiningu á vellíðunar- eða heilsuferðaþjónustu*
- Tilgangur ferðarinnar sé að efla heilsu viðskiptavinar.
- Ávinningur af ferðinni sé skilgreindur.
Hverjir geta tekið þátt:
Öllum sem bjóða upp á heilsuferðaþjónustu er frjálst að taka þátt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma á umsóknareyðublaðinu.
Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 3. desember nk. á sérstöku umsóknareyðublaði sem nálgast má hér að neðan
Umsóknareyrðublað (PDF)
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, sigrun@icetourist.is , s. 535 5500.
Auglýsing um verðlaunin (PDF)
*Heilsuferðaþjónusta er ferðaþjónusta sem felur í sér að ferðamaðurinn geti notið sem aðalþáttar og hvata ferðar eftirfarandi heilsuþátta: Vatns og vellíðunar, líkamsræktar, íþrótta og hreyfingar, endurhæfingar og heilsubætandi meðferða, hátæknilækninga. Auk mismunandi afþreyingar.