Hvernig sæki ég um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða? - Ókeypis námskeið í Reykjavík og á Akureyri
Við minnum á námskeiðin fyrir þá sem hafa hug á að sækja um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Námskeiðin verða bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun styrkja rennur út 5. nóvember næstkomandi. Námskeiðin hafa að markmiði að leiðbeina umsækjendum í gegnum umsóknarferlið og svara spurningum sem upp kunna að koma. Nánar um styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamananstaða
Nauðsynlegt að skrá sig
Námskeiðin verða haldin hjá Ferðamálastofu, Geirsgötu 9 í Reykjavík og Strandgötu 29 á Akureyri.
- Reykjavík 24. október kl. 13-15 (uppbókað)
- Akureyri 25. október kl. 13-15
Námskeiðin eru án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig.
Sent út á netinu
Námskeiðið á Akureyri verður sent út á netinu og einnig tekið upp. Leiðbeiningar til að tengjast útsendingu eru hér fyrir neðan. Athugið að þeir sem ætla að fylgjast með útsendingu í gegnum netið þurfa ekki að skrá sig á námskeiðið heldur er bara nóg að tengjast.
1. Til að tengast fundi er farið á neðangreinda slóð:
https://global.gotomeeting.com/meeting/join/519457021
Samþykkja þarf þau skilaboð sem koma upp á skjáinn. Þátttakendur eiga að vera leiddir
áfram í gegnum einfalt ferli til að tengast en ef í einhverjum tilfellum er beðið um fundanúmer (Meeting ID) þá er það:
519457021
2. Þátttakendur munu tengjast hljóðinu í gegnum hljóðnema og hátalara í tölvum sínum (VoIP). Mælt er með því að nota heyrnartól (headset).