Inspired by Iceland vinnur gull
Auglýsingaherferðin Inspired by Iceland vann í gær ein eftirsóttustu auglýsingaverðlaun í Evrópu, Euro Effie. Hlaut hún bæði fyrstu verðlaun fyrir bestu herferðina og gullverðlaun fyrir bestu notkunin á samfélagsmiðlum. Fór athöfnin fram í Brussel.
Eru það samtökin EACA, sem eru evrópsk samtök auglýsinga- og fjölmiðlastofa, sem standa að verðlaununum. Vann Íslandsstofa fyrir hönd Inspired by Iceland til gullverðlauna fyrir notkun samfélagsmiðla auk Grand Prix-verðlauna fyrir bestu herferðina. Er það Íslenska auglýsingastofan sem stóð að herferðinni með Íslandsstofu. „Þetta eru mjög stór verðlaun, trúlega stærstu evrópsku auglýsingaverðlaunin. Það er gríðarlegur heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu og að vera hér í kvöld,“ segir Atli Freyr Sveinsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, í samtali við mbl.is