Fara í efni

Ísland á top 10 lista til að dvelja á jólunum

Akureyri
Akureyri

CNN telur að Reykjavík sé einn af top 10 stöðum í heiminum til að verja jólunum. Í frétt á vef fjölmiðlasamsteypunnar eru taldar til nokkrar ástæður.

Til að byrja með eru jólasveinarnir 13 nefndir til sögunnar og jólaþorpið í Hafnarfirði, þar sem að auki er vísað í álfa og huldufólk. Þá kemur fram að fólk byrji að fagna jólunum strax í nóvember með jólahlaðborðum. Að sjálfsögðu er svo klikkt út með frásögn af hinni miklu flugeldasýningu á gamlárskvöld og þrettándanum. Greininni fylgir svo vetrarmynd frá Akureyri sem fengin er af vef Ferðamálastofu visiticeland.com.

Greinin á vef CNN