Ísland allt árið: Áfangaskýrsla veturinn 2012 - 2013
Út er komin áfangaskýrsla Ísland – allt árið fyrir veturinn 2012 – 2013. Í skýrslunni er hægt að kynna sér þær markaðsaðgerðir og áherslur sem framkvæmdar voru veturinn 2012 – 2013 og þau áhrif sem þær höfðu á íslenska ferðaþjónustu. Einnig er að finna sýnishorn af auglýsingum sem voru í gangi á hverjum markaði fyrir sig og blaðaumfjöllunum sem hafa birst um verkefnið í vetur. Áfangaskýrslana má nálgast í heild sinni hér að neðan.
Ísland – allt árið: Áfangaskýrsla veturinn 2012 - 2013
Vetrarherferð 2013 - 2014
Unnið er að því að móta vetrarherferðina og áherslur fyrir síðasta veturinn í 3ja ára markaðsátaki Ísland – allt árið. Í apríl var haldinn vinnufundur fyrir þátttakendur í Ísland - allt árið með erlendu samstarfsaðilum okkar The Brooklyn Brothers og MEC A/S. Fyrri hluta fundarins, sem var opinn öllum og var farið yfir markaðsaðgerðir vetrarins og áhrif af þeim ásamt því að MEC kynnti áhrif birtinga í miðlum á erlendum mörkuðum. Í seinni hluta fundarins gátu þátttakendur verkefnisins tekið þátt í að móta hugmyndir um framtíðar áherslur. Mjög góð þátttaka var á fundinum og var almenn ánægja með vinnulagið og að þátttakendur hafi fengið tækifæri til að vinna beint með Brooklyn Brothers. Tekið skal fram að niðurstöður frá þessum fundi hafa verið notaðar til að móta áframhaldandi áherslur fyrir komandi vetur. Í ágúst verður fyrirtækjum boðið á kynningu um áherslur vetrarherferðar veturinn 2013 – 2014.
Sem áður er um þátttökuverkefni að ræða og eru þátttökuskilyrðin óbreytt frá fyrra ári. SAF veitir frekari upplýsingar um þátttöku í Ísland – allt árið.
Meðal annarra verkefna er varða Ísland – allt árið má nefna að ákveðið hefur verið að leggja sérstaklega í kynningu á íslandi og kvikmyndum og er unnið að sérstöku verkefni við að kynna Ísland nánar í gegnum frumsýningar á kvikmyndum og þáttum sem hafa verið tekin upp hér á landi síðasta árið (t.d. Noah, The Secret life of Walter Mitty og Game of Thrones ). Á vormánuðum var keyrð keppni bæði á vef Inspired by Iceland og Iceland naturally þar sem heppinn þátttakandi getur unnið ferð á slóðir Game of Thrones á Íslandi. Íslandsstofa er í samstarfi með kvikmyndaverum í USA til að geta nýtt þeirra markaðsefni svo sem myndbönd, viðtöl við leikara og fleira. Ásamt því að þau aðstoða við að kynna keppni sem þessa í gegnum sínar rásir eins og samfélagsmiðla, tengsl við fjölmiðla og bloggara.