Ísland einn af topp 10 áfangastöðum haustsins samkvæmt Boston Globe
28.09.2009
Nordurljos - gif
Dagblaðið Boston Globe birti á dögunum lista yfir topp 10 áfangastaði haustins og setur meðal annars Ísland á þann lista. Þetta er ekki síst ánægjulegt í ljósi þess að Boston er einn af lykilstöðum í flugi til og frá Íslandi og nýverið flutti Icelandair höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum þangað.
Í grein Boston Globe er m.a. komið inn á trú Íslendinga á álfa og huldufólk. Slíkt sé e.t.v. sé ekki skrítið í ljósi þess að náttúra landsins sé bókstaflega lifandi, með goshveri, eldfjöll og fossa hvert sem litið er. Þá er umfjöllun um norðurljósin og tekið fram að óvíða séu betri aðstæður en á Íslandi til að skoða þau.
Grein Boston Globe