Fara í efni

Ísland virkur aðili í Ferðamálaráði Evrópu

ETCCET
ETCCET

Um 600 manns sóttu árlega ráðstefnu Ferðamálaráða Evrópu, European Travel Commission (ETC), sem haldin var í New York sl. miðvikudag. Ferðamálaráð Íslands hefur í áratugi verið aðili að (ETC) en innan þessara 50 ára gömlu samtaka eru nú 33 ferðamálaráð jafnmargra þjóða.

Ferðamálastjóri, Magnús Oddsson, hefur sl. fjögur ár setið í framkvæmdastjórn Ferðamálráðs Evrópu. Stjórnarformaður er ferðamálastjóri Spánar og auk þeirra sitja í stjórninni ferðamálastjóri Frakklands, ferðamálastjóri Austurríkis, ferðamálastjóri Ítalíu og fulltrúi breska ferðamálaráðsins. Sl. þrjú ár hefur Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, verið formaður bandarísku deildar ETC og situr einnig sem slíkur í framkvæmdastjórn samtakanna. Þannig sitja nú í reynd tveir fulltrúar Íslands í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu.

Bill Clinton aðalræðumaður
Allir helstu forystumenn ferðamála í Evrópu og Bandaríkjunum sóttu ráðstefnuna á miðvikudaginn en aðalræðumaður var Blill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Fram kom m.a. að talið er að ferðalög á milli Evrópu og Bandaríkjanna aukist á næstu árum og nái hámarki á árinu 2006.