Íslendingar vingjarnlegastir
15.03.2013
Íslendingar ásamt Nýsjálendingum eru vingjarnlegastir allra þjóða heim að sækja, ef marka má nýja skýrslu frá World Economic Forum. Þar er tekið á stöðu og samkeppnishæfni ferðaþjónustu í 140 löndum heims.
Í skýrslunni, Travel and Tourism Competitiveness Report 2013, eru fjölmörgum hliðum ferðaþjónustunnar gerð skil og þar á meðal fjallað um hvert viðmót heimamanna er gagnvart erlendum gestum. Einkunnir eru gefnar á skalanum 1 til 7 þar sem 1 þýðir að heimamenn séu einkar vinalegir en 7 að ferðamönnum finnist þeir óvelkomnir. Í heildina litið er Ísland í efsta sæti listans yfir vinalegustu áfangastaðina með 6,8 í einkunn.
Skýrslan í heild:
Travel and Tourism Competitiveness Report 2013