Íslensk ferðaþjónusta á Heimsýninginuni Expo 2010 í Kína
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra leiðir viðskiptasendinefnd 15 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja, Höfuðborgarstofu, Ferðamálastofu og Útflutningsráðs á EXPO 2010.
Heimsóknin sem stendur yfir frá 16. til 21. júní, hófst í dag með heimsókn ráðherra og sendinefndar í kanadíska, indverska og kínversku skálana á heimsýningunni í Shanghai í Kína, Expo 2010. Gífurlega vel var tekið á móti sendinefndinni, að því er fram kemur í frétt frá iðnaðarráðuneytinu, og áhugavert að sjá hve fjölbreytilegar framsetningar eru á kynningunum m.a. hjólaði ráðherra um teiknað landslag Kanada, fylgdist með þjóðdönsum frá 4 mismunandi héruðum Indlands og horfði á framtíðarspár um byggingarskipulag borga og bæja í Kína.
Nánar á vef um þátttöku Íslands á EXPO 2010; http://www.expo2010.is/